sunnudagur, október 29, 2006

Trompet til framtíðar!

Enn tekst Herb Alpert að koma mér í gott skap. Undarlegir þessir sunnudagsmorgnar.

Ég kemst í þvílíkt stuð. Ég lýsi eftir kommbakki frá íslensku gleðipinnasveitinni Casino! Eini diskurinn þeirra var frábær og þeir voru enn betri á böllum.

miðvikudagur, október 04, 2006

Amazon women on the moon...

...var afskaplega fyndin mynd. Ég hef sjaldan hlegið eins mikið eins og yfir fyrsta atriði myndarinnar með Arsenio Hall. Hef ekki séð myndina í nærri fimmtán ár og hugsa að ég myndi verða fyrir vonbrigðum ef ég færi að glápa á hana núna. Sumar myndir endast illa, sérstaklega gamanmyndir. Einhvern tíma ætlaði ég að sýna ungum frænda mínum mynd sem heldur betur væri hægt að hlæja yfir. Þegar ég var á hans aldri sá ég Innerspace með Martin Short og fékk sinadrætti vegna hláturskrampa. Því ætlaði ég að vera skemmtilegi frændinn og leigði myndina fyrir okkur. En hún var ekki lengur fyndin. Fjarri því. Fjórtán árum áður meig ég í mig úr hlátri við það eitt að horfa á Martin Short. Ég skildi eiginlega ekki hvað hafði gerst, fór að afsaka mig og Martin og frændinn vorkenndi mér eiginlega. Því ætla ég að gera mér þann greiða að horfa ekki aftur á Amazon women on the moon.

Talandi um Amazon.

Er búinn að versla nokkrar plötur á netinu sem ég næ í þegar ég fer til Skotlands síðar í mánuðinum. Nýja TV on the Radio fer í afmælispakkann minn frá mér sjálfum, einnig Tropicalia: A Brazilian Revolution in Sound, sem er safnplata með brasilískri tónlist frá sjöunda áratugnum, sambland af bossa nova og rock'n'roll!
Svo langar mig í nýju plötuna með Yo La Tengo, Ali Farka Toure og nýju Killers Plötuna. Svo langar mig líka í meiri jöfnuð, minni mengun og frið á jörð.

þriðjudagur, október 03, 2006

Mæli eindregið gegn:


Pizza Hut.


Á Pizza Hut er hægt að fá ágætar pizzur, en maður er hafður að fífli við kassann þar sem eigendur staðarins rukka fyrir bökurnar líkt og þær væru löðrandi í kókaíni.

Eldsmiðjunni.


Frábærar pizzur, þroskaheft starfsfólk. Ef þið pantið heimsenda pizzu frá Eldsmiðjunni og hún er ekki kominn eftir tvo klukkutíma, ekki hringja til að spyrja hvort verið sé að leita að pepperonidýrinu.

Mæli ekki með:

Panic! At The Disco - A Fever You Can't Sweat Out
Þessi plata náði mér amk ekki, kannski að það komi með frekari hlustun, en hljómar of mikið eins og Blink fokkings 182 í mínum eyrum.

Mæli með:

The Fratellis - Costello Music.
Þrír töffarar frá Glasgow sem spila eðal indí- gítarrokk. Þeir hafa allir tekið upp sama eftirnafnið, þ.e. Fratelli, "a la Ramones".

Neil Young - Living With War.

Gamli gefur skít í Bush kúreka og félaga hans í DC. Mjög góð plata og textarnir hitta í mark. Let's Impeach the President er toppurinn.

Belle & Sebastian - The Life Pursuit.
Frábær plata, góðir textar, er svekktur yfir að hafa ekki séð þau í sumar.

Wolfmother - Wolfmother.
Þriggja manna band frá Ástralíu. Þeir kunna sko að rokka, eru greinilega undir áhrifum frá Deep Purple, Uriah Heap og Black Sabbath. Framúrskarandi rokk upplagt til flösuþeytinga.

The Weather man
Nicolas Cage leikur veðurfréttamann sem er ógurlegur lúser. Kjánahrollur og krampahlátur.

Transamerica
Ein af aðþrengdu eiginkonunum leikur gaur sem er að skipta um kyn, allt klárt nema það á eftir að klippa á spottann þegar...