þriðjudagur, október 03, 2006

Mæli með:

The Fratellis - Costello Music.
Þrír töffarar frá Glasgow sem spila eðal indí- gítarrokk. Þeir hafa allir tekið upp sama eftirnafnið, þ.e. Fratelli, "a la Ramones".

Neil Young - Living With War.

Gamli gefur skít í Bush kúreka og félaga hans í DC. Mjög góð plata og textarnir hitta í mark. Let's Impeach the President er toppurinn.

Belle & Sebastian - The Life Pursuit.
Frábær plata, góðir textar, er svekktur yfir að hafa ekki séð þau í sumar.

Wolfmother - Wolfmother.
Þriggja manna band frá Ástralíu. Þeir kunna sko að rokka, eru greinilega undir áhrifum frá Deep Purple, Uriah Heap og Black Sabbath. Framúrskarandi rokk upplagt til flösuþeytinga.

The Weather man
Nicolas Cage leikur veðurfréttamann sem er ógurlegur lúser. Kjánahrollur og krampahlátur.

Transamerica
Ein af aðþrengdu eiginkonunum leikur gaur sem er að skipta um kyn, allt klárt nema það á eftir að klippa á spottann þegar...

1 Blaður:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Ég get verið sammála með myndirnar.. Ekki hefur þér enn tekist að þroska hjá mér tónlistarsmekkinn.

20:07  

Skrifa ummæli

<< Home