mánudagur, september 25, 2006

Molamolar...

Sykurmolarnir með kommbakk! Það er nú með því óvæntara sem ég hef heyrt lengi.
Ég sá Kuklið í Hlaðvarpanum árið 1987, fannst þau frábær og fílaði Sykurmolana alveg frá byrjun. Sumarið 1988 hlustaði ég daginn út og inn á Life's Too Good með Sjúgarkjúbs. Ég átti ekki plötuna þá en hún var til heima hjá Hjörra. Við Hjörri eyddum þessu sumri í að þykjast reyta arfa og þykjast slá gras í unglingavinnu í Laugardalsgarðinum, og eftir "vinnu" spiluðum við og hlustuðum á plötur heima hjá Hjörra. Skemmtileg tilviljun að tónleikarnir verða á afmælisdegi Hjörvars.
Eina skiptið sem ég sá Sykurmolana var í Laugardalshöll, sennilega 1987. Mig minnir að það hafi verið á einhvers konar tónlistarhátið og ég held að þetta hafi verið fyrstu opinberu tónleikar Molanna. Þetta getur líka verið algjör vitleysa í mér, það eru orðin nærri 20 ár síðan, ég farin að fá grá hár og þarf orðið að raka á mér eyrun, svo það er ekkert skrýtið þó minnið sé farið að klikka örlítið.

Að kvöldi 30. desember 1995 sátum við Árni, Ibbi, Dóri og Stjáni á hinu frábæra kaffihúsi Café Au Lait þegar Life's Too Good var sett á fóninn. Þá hafði ég ekki hlustað á hana í nokkuð mörg ár. Platan sló auðvitað í gegn á okkar borði, gerði lundina léttari og bjórinn betri og sumblið varð eftirminnilegt.

Ég hlustaði í fyrsta skipti á Life's Too Good í langan tíma nú um helgina. Hún var betri en mig minnti.

-----

Ég verð á Hampden Park í Glasgow þann 21. október að horfa á leik Celtic og Motherwell. Újeee. Eftir leik hitti ég leikmenn liðanna í einhverju sem heitir Players Lounge.

-----

Það leið ekki sólarhringur frá því að ég spáði því að Atli myndi hætta með Þrótt þar til hann var farinn. Spámannlega vaxinn?

1 Blaður:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Til hamingju með tveggja áa afmæli dóttur þinnar.

22:27  

Skrifa ummæli

<< Home