fimmtudagur, september 28, 2006

The Búbbs

Um það bil ófyndnasta sjónvarpsefni EVER.

þriðjudagur, september 26, 2006

Trompet eru töff!

Ég er kominn með æði fyrir Herb Alpert. Hebbi og hans ómótstæðilega Tijuana Brass band hljómar ótt og títt í mín eyru þessa dagana.

Einu sinni hefði ég kallað þetta gelda lyftutónlist, en nú finnst mér þetta vera hallærislega flott.

mánudagur, september 25, 2006

Molamolar...

Sykurmolarnir með kommbakk! Það er nú með því óvæntara sem ég hef heyrt lengi.
Ég sá Kuklið í Hlaðvarpanum árið 1987, fannst þau frábær og fílaði Sykurmolana alveg frá byrjun. Sumarið 1988 hlustaði ég daginn út og inn á Life's Too Good með Sjúgarkjúbs. Ég átti ekki plötuna þá en hún var til heima hjá Hjörra. Við Hjörri eyddum þessu sumri í að þykjast reyta arfa og þykjast slá gras í unglingavinnu í Laugardalsgarðinum, og eftir "vinnu" spiluðum við og hlustuðum á plötur heima hjá Hjörra. Skemmtileg tilviljun að tónleikarnir verða á afmælisdegi Hjörvars.
Eina skiptið sem ég sá Sykurmolana var í Laugardalshöll, sennilega 1987. Mig minnir að það hafi verið á einhvers konar tónlistarhátið og ég held að þetta hafi verið fyrstu opinberu tónleikar Molanna. Þetta getur líka verið algjör vitleysa í mér, það eru orðin nærri 20 ár síðan, ég farin að fá grá hár og þarf orðið að raka á mér eyrun, svo það er ekkert skrýtið þó minnið sé farið að klikka örlítið.

Að kvöldi 30. desember 1995 sátum við Árni, Ibbi, Dóri og Stjáni á hinu frábæra kaffihúsi Café Au Lait þegar Life's Too Good var sett á fóninn. Þá hafði ég ekki hlustað á hana í nokkuð mörg ár. Platan sló auðvitað í gegn á okkar borði, gerði lundina léttari og bjórinn betri og sumblið varð eftirminnilegt.

Ég hlustaði í fyrsta skipti á Life's Too Good í langan tíma nú um helgina. Hún var betri en mig minnti.

-----

Ég verð á Hampden Park í Glasgow þann 21. október að horfa á leik Celtic og Motherwell. Újeee. Eftir leik hitti ég leikmenn liðanna í einhverju sem heitir Players Lounge.

-----

Það leið ekki sólarhringur frá því að ég spáði því að Atli myndi hætta með Þrótt þar til hann var farinn. Spámannlega vaxinn?

laugardagur, september 23, 2006

Dolli

No Regrets! Nýji geisladiskurinn með hjartaknúsaranum Adolfi Hitler.

Fóstbræður hafa elst vel. Þeir eru það fyndnasta sem sem sést hefur í íslensku sjónvarpi fyrr og síðar.

Lag á heila dagsins:

Ebony and Ivory með Adolfi Hitler.