miðvikudagur, október 04, 2006

Amazon women on the moon...

...var afskaplega fyndin mynd. Ég hef sjaldan hlegið eins mikið eins og yfir fyrsta atriði myndarinnar með Arsenio Hall. Hef ekki séð myndina í nærri fimmtán ár og hugsa að ég myndi verða fyrir vonbrigðum ef ég færi að glápa á hana núna. Sumar myndir endast illa, sérstaklega gamanmyndir. Einhvern tíma ætlaði ég að sýna ungum frænda mínum mynd sem heldur betur væri hægt að hlæja yfir. Þegar ég var á hans aldri sá ég Innerspace með Martin Short og fékk sinadrætti vegna hláturskrampa. Því ætlaði ég að vera skemmtilegi frændinn og leigði myndina fyrir okkur. En hún var ekki lengur fyndin. Fjarri því. Fjórtán árum áður meig ég í mig úr hlátri við það eitt að horfa á Martin Short. Ég skildi eiginlega ekki hvað hafði gerst, fór að afsaka mig og Martin og frændinn vorkenndi mér eiginlega. Því ætla ég að gera mér þann greiða að horfa ekki aftur á Amazon women on the moon.

Talandi um Amazon.

Er búinn að versla nokkrar plötur á netinu sem ég næ í þegar ég fer til Skotlands síðar í mánuðinum. Nýja TV on the Radio fer í afmælispakkann minn frá mér sjálfum, einnig Tropicalia: A Brazilian Revolution in Sound, sem er safnplata með brasilískri tónlist frá sjöunda áratugnum, sambland af bossa nova og rock'n'roll!
Svo langar mig í nýju plötuna með Yo La Tengo, Ali Farka Toure og nýju Killers Plötuna. Svo langar mig líka í meiri jöfnuð, minni mengun og frið á jörð.

2 Blaður:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Ertu búin að panta eitthvað handa þinni elskulegu Magneu?? Ég bíð spennt eftir að fara til Skotlands og sjá pakkann minn!! júhú

16:34  
Blogger benni rabba sagði...

Auðvitað, það verður sörpræs. Smá hint: fyrsti stafurinn er Z og sá síðasti 7. Segi ekki meir, segi ekki meir......

17:33  

Skrifa ummæli

<< Home